Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   lau 21. janúar 2023 14:28
Aksentije Milisic
England: Boltinn vildi ekki inn á Anfield
Mynd: EPA
Kepa hélt hreinu.
Kepa hélt hreinu.
Mynd: EPA

Liverpool 0 - 0 Chelsea

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Liverpool og Chelsea á Anfield. Tvö stórlið sem hafa verið í miklu brasi á þessari leiktíð.


Gestirnir byrjuðu betur og hélt Kai Havertz að hann væri búinn að koma Chelsea yfir strax á þriðju mínútu leiksins.

Hann skoraði þá í kjölfar hornspyrnu en Thiago Silva skaut knettinum í stöngina og á Havertz sem skoraði. VAR skoðaði atvikið og þar kom í ljós að löppin á Havertz var aðeins fyrir innan knöttinn þegar Silva spyrnti í hann.

Það voru ekki mikið um færi í fyrri hálfleiknum en það besta fékk Chelsea undir lok hálfleiksins þegar Allison varði skalla af stuttu færi.

Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn betur og sótti mikið. Cody Gakpo átti skalla yfir markið af stuttu færi og þá átti Keita skot úr góðu færi sem Silva náði að komast fyrir.

Við þetta vaknaði Chelsea aðeins og átti Hakim Ziyech frábæran sprett sem endaði hins vegar með skoti yfir markið.

Mykhail Mudryk kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleiknum í sínum fyrsta leik fyrir Chelsea og var hann nokkuð sprækur.

Hann komst tvívegis í mjög gott færi en náði ekki að skora framhjá Allison í marki Liverpool. Gakpo og Trent Alexander-Arnold komust í fín færi hinu megin en leikmönnum gekk illa að koma knettinum í netið í dag.

Darwin Nunez kom inn á sem varamaður í liði Liverpool en hann hefur verið meiddur upp á síðkastið.

Markalaust jafntefli var því staðreynd og eru liðin áfram í níunda og tíunda sæti deildarinnar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner