banner
   sun 21. febrúar 2021 20:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil, Raggi og Ömmi ekki í leikmannahópum sinna liða í dag
Ragnar Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mörg Íslendingalið áttu leik víðsvegar um Evrópu nú seinni partinn í dag. Þegar hefur verið sagt frá sigrum Lech Poznan CFR Cluj, St. Andres og gengi okkar manna í Svíþjóð og í Noregi.

Í Grikklandi gerði topplið deildarinnar, Olympiakos, 1-1 jafnefli gegn Aris. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiakos. Olympiakos komst yfir en Kostas Mitroglu jafnaði metin úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Olympiakos er með tólf stiga forskot á PAOK í 2. sætinu.

Padova heimsótti Suditrol í toppbaráttuslag í B-riðli ítölsku C-deildarinnar. Padova er í toppsæti riðilsins en lenti undir í leiknum í dag. Felipe Curcio náði að jafna leikinn á 83. mínútu og tryggði Padova stig. Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Padova.

Loks vann Shakhtar Donetsk 2-0 heimasigur gegn Rukh Lviv í Úkraínu. Shakhtar er í hörkubaráttu við Dynamo Kiev um toppsætið á meðan Rukh er í 13. sæti, með jafnmörg stig og botnlið Minaj. Ragnar Sigurðsson gekk í raðir Rukh í janúar en hefur ekkert leikið með liðinu til þessa, Raggi var utan hóps í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner