Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. febrúar 2021 13:54
Aksentije Milisic
England: Moyes hafði betur gegn Mourinho
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
West Ham 2 - 1 Tottenham
1-0 Michail Antonio ('5 )
2-0 Jesse Lingard ('47 )
2-1 Lucas Moura ('64 )

West Ham United og Tottenham Hotspur áttust við í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og var leikurinn bráðfjörugur.

Heimamenn í West Ham byrjuðu miklu betur og voru mjög beinskeittir í sóknarleik sínum. Það bar árangur á fimmtu mínútu leiksins en þá kom Michail Antonio West Ham yfir með marki af stuttu færi.

Jarrod Bowen átti þá fyrirgjöf sem Hugo Lloris reði ekki nægilega vel við og þar var mættur Antonio sem kom knettinum yfir línuna af stuttu færi. Eftir þetta tók Tottenham aðeins yfir leikinn en án þess að skapa sér afgerandi færi. Heimamenn voru hins vegar áfram öflugir í skyndisóknum sínum.

Staðan var 1-0 í hálfleik en síðari hálfleikurinn var einungis fjögurra mínútna gamall þegar Jesse Lingard kom West Ham í tveggja marka forystu.

Í fyrstu var flögguð rangstæða en VAR skoðaði atvikið aftur og ljóst að um löglegt mark var að ræða. Lingard kláraði færið einstaklega vel.

Gareth Bale kom inn á í hálfleik hjá Tottenham og hann átti eftir að breyta gangi mála. Á 64. mínútu tók hann hornspyrnu sem fór beint á kollinn á Lucas Moura sem skallaði knöttinn fallega í netið. Eftir þetta tók Tottenham algjörlega yfir leikinn og sótti mikið með Bale fremstan í flokki.

Harry Kane komst í fínt færi en skot hans fór rétt framhjá marki West Ham. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka lagði hann boltann út á Bale sem átti þrumuskot í slánna og yfir.

Áfram hélt Tottenham að þjarma að heimamönnum og átti Heung-Min Son tilraun í uppbótartíma sem fór í stöngina og aftur út í teiginn áður en varnarmenn West Ham komu boltanum í burtu.

Meira var ekki skorað og var þetta fimmta tap Tottenham í síðustu sex deildarleikjum. West Ham er sem stendur í 4. sætinu en það gefur rétt til þáttöku í Meistaradeild Evrópu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner