Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Frimpong um Liverpool: Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér?
Mynd: EPA
Spænski þjálfarinn Xabi Alonso er talinn líklegastur til að taka við Liverpool í sumar er Jürgen Klopp lætur af störfum en hann gæti tekið að minnsta kosti einn leikmann með sér þangað.

Klopp mun hætta með Liverpool eftir að hafa stýrt því í tæp níu ár og eru flestir á því máli að Alonso sé eini rétti kosturinn í stöðuna.

Alonso og lærisveinar hans í Bayer Leverkusen hafa farið taplausir í gegnum tímabilið í Þýskalandi og eru miklar líkur á því að liðið verði fyrsta liðið til að skáka Bayern München síðan Klopp gerði það með Borussia Dortmund árið 2012.

Einn af bestu mönnum Alonso, Jeremie Frimpong, er orðaður við stærstu félög heims, en Liverpool er greinilega í myndinni hjá kappanum ef marka má ummæli hans við ZiggoSport.

„Liverpool? Frábært félag með sögu. Það væri geggjað. Hver veit hvaða framtíðin ber í skauti sér?“ sagði og spurði Frimpong.

Frimpong hefur komið að nítján mörkum í öllum keppnum á tímabilinu. Hann spilar iðulega sem vængbakvörður og tekur mikinn þátt í sóknarleik Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner
banner