Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 21. mars 2025 11:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U23 mætir Skotlandi í sumar
Kvenaboltinn Icelandair
watermark Margrét Magnúsdóttir.
Margrét Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ tilkynnti í dag að íslenska U23 landslið kvenna myndi mæta Skotlandi í tveimur æfingaleikjum í sumar.

Báðir leikirnir fara fram í Skotlandi, fyrri leikurinn fer fram 29. maí og seinni leikurinn 2. júní.

Margrét Magnúsdóttir var í september tilkynnt sem nýr þjálfari U23 landsliðsins. Liðið spilaði í kjölfarið tvo leiki við Finnland, fyrri leikurinn tapaðist en seinni leikurinn vannst.

„Leikstaðir verða tilkynntir þegar þeir liggja fyrir," segir í tilkynningu KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner