Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. maí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Emre Can: Sé enga ástæðu til að velja Man Utd framyfir Dortmund
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Emre Can, sem leikur fyrir Borussia Dortmund, sér ekki hvers vegna liðsfélagi sinn Jadon Sancho ætti að velja að ganga til liðs við Manchester United frekar en að vera áfram hjá Dortmund.

Hinn tvítugi Sancho hefur verið orðaður við félagaskipti til ýmissa stórliða víðsvegar um Evrópu undanfarna mánuði enda búinn að vera frábær frá komu sinni til Dortmund.

Man Utd er iðulega nefnt sem líklegasti áfangastaður Sancho. Kantmaðurinn er búinn að skora 14 mörk og leggja upp 16 í 24 deildarleikjum á tímabilinu.

„Ég sé enga ástæðu fyrir því að velja Manchester United framyfir Borussia Dortmund. Man Utd er hvorki meira aðlaðandi né betur statt íþróttalega séð," sagði Can við Bild.

„Jadon er með gæði sem ekki margir leikmenn hafa, ég tók strax eftir því. Hann er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og ég vona að hann verði með mér hérna að eilífu."

Sancho er samningsbundinn Dortmund til 2022 og ómögulegt samkvæmt stjórnendum félagsins að hann sé á förum næsta sumar - þrátt fyrir háværa orðróma.
Athugasemdir
banner
banner