Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 21. júní 2021 11:51
Elvar Geir Magnússon
Aldrei skorað beint úr aukaspyrnu en á að sjá um spyrnur Frakka
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe á að taka aukaspyrnur úr skotfæri fyrir franska landsliðið samkvæmt fjölmiðlum þar í landi.

Antoine Griezmann hefur verið aukaspyrnusérfræðingur Frakklands en hann á að halda áfram að taka aukaspyrnur með fyrirgjafarmöguleika.

Það sem gerir þessar fréttir athyglisverðar er að Mbappe hefur aldrei skorað beint úr aukaspyrnu á ferli sínum.

Mbappe er orðinn ein skærasta fótboltastjarna heims, hann spilar með Paris Saint-Germain en verið sterklega orðaður við Real Madrid.

Fjallað hefur verið um valdabaráttu bak við tjöldin í franska landsliðinu og í aðdraganda EM alls staðar var í umræðunni að Mbappe forðaðist að senda boltann á Olivier Giroud.

Frakkar eru með fjögur stig í F-riðli EM en liðið mætir Portúgal í lokaumferðinni á miðvikudag.
Athugasemdir