Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. júlí 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sarri er aðdáandi Pogba - Ekki viss hvort hann komi
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Juventus, er aðdáandi Paul Pogba, miðjumanns Manchester United. Hann er þó ekki viss um að Juventus reyni að kaupa Pogba í sumar.

Pogba sagði í síðasta mánuði að hann væri tilbúinn í nýja áskorun eftir þrjú ár hjá Manchester United. Síðar meir kom umboðsmaður hans, Mino Raiola, fram og sagði að hann væri að vinna í því að koma Pogba í annað félag.

Pogba hefur verið að spila með United á undirbúningstímabilinu og er áfram í plönum Ole Gunnar Solskjær sem vill ekki missa franska landsliðsmanninn.

Pogba lék með Juventus áður en hann gekk aftur í raðir United 2016. Hann hefur verið orðaður við Juventus, en Sarri er ekki alveg með það á hreinu hvort Pogba sé á leiðinni til félagsins.

„Hann er mjög góður leikmaður, en ég veit ekki hvernig staðan er. Ég er ekki að vinna í þessum málum," sagði Sarri við blaðamenn.

Lærisveinar Sarri í Juventus mæta Tottenham klukkan 11:30 í æfingaleik í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner