Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. júlí 2019 09:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungu strákarnir öflugir fyrir Arsenal - Hazard tapaði fyrsta leik
Eddie Nketiah.
Eddie Nketiah.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Arsenal mætti ítalska liðinu Fiorentina í æfingaleik í gær. Leikurinn fór fram í Charlotte í Bandaríkjunum og var hluti af International Champions Cup æfingamótinu.

Eddie Nketiah er efnilegur sóknarmaður og hann kom Arsenal yfir á 15. mínútu. Nketiah skoraði annað mark sitt á 65. mínútu og spurning er hvort hann fái stærra hlutverk í aðalliðinu en á síðasta tímabili.

Joe Willock, 19 ára gamall miðjumaður, sem fékk hrós frá Mesut Özil í síðustu viku kom Arsenal í 3-0 á 89. mínútu. Willock kom inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum.

Bayern München og Real Madrid mættust einnig í International Champions Cup mótinu. Þar var það Bayern München sem hafði betur, 3-1.

Corentin Tolisso, Robert Lewandowski og Serge Gnabry komu Bayern í 3-0 áður en brasilíska ungstirnið Rodrygo minnkaði muninn.

Nokkrum mínútum áður en Rodrygo skoraði hafði Sven Ulreich, markvörður Bayern, fengið að líta rauða spjaldið. Rodrygo féll þá heldur auðveldlega.

Eden Hazard var í byrjunarliði Real Madrid í leiknum og lék hann sinn fyrsta leik fyrir félagið eftir félagaskipti sín frá Chelsea.


Arsenal 3 - 0 Fiorentina
1-0 Eddie Nketiah ('15)
2-0 Eddie Nketiah ('65)
3-0 Joe Willock ('89)

Bayern 3 - 1 Real Madrid
1-0 Corentin Tolisso ('15)
2-0 Robert Lewandowski ('67)
3-0 Serge Gnabry ('69)
3-1 Rodrygo ('84)
Rautt spjald: Sven Ulreich, Bayern München ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner