Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. júlí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal vill fá varamarkvörð Barcelona
Neto í markinu gegn Eibar í lok tímabils.
Neto í markinu gegn Eibar í lok tímabils.
Mynd: EPA
Arsenal er að skoða að fá Neto frá Barcelona. Þetta herma heimildir spænska fjölmiðilsins Mundo Deportivo.

Neto er brasilískur og hefur verið varamarkvörður félagsins fyrir Marc-Andre ter Stegen.

Arsenal fékk þau svör að Neto kostaði tólf milljónir punda þegar félagið reyndi að fá Neto fyrr á þessu ári.

Neto er sagður vera falur á miklum aflætti þar sem Barcelona er í fjárhagsörðugleikum eins og frægt er orðið.

Barcelona er að leitast eftir því að selja nokkra leikmenn úr aðalliðinu og Arsenal er í markvarðarleit.
Athugasemdir
banner
banner