Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 13:50
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Guardiola væri til í að spila án markvarðar
Ederson, markvörður Manchester City.
Ederson, markvörður Manchester City.
Mynd: Getty Images
Uppgjörsþátturinn Völlurinn er á Síminn Sport eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni. Tómas Þór Þórðarson stýrir þættinum.

Á sunnudaginn síðasta voru Bjarni Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sérfræðingar þáttarins og meðal annars var rætt um leikstíl Ederson, markvarðar City, sem er framar og tekur virkari þátt í spilinu en gengur og gerist í boltanum.

„Guardiola var ekki bara að sækja einhvern markvörð, hann vildi markvörð sem getur spilað fótbolta," sagði Eiður Smári.

„Ef Guardiola fengi val um það myndi hann örugglega sleppa því að hafa markmann. Hann vill yfirmanna öll svæði á vellinum."

Hér má sjá umræðuna um Ederson:


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner