Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Þrautaganga Guðjóns Baldvins - Frá keppni á næstunni
Guðjón á ferðinni.
Guðjón á ferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, fór af velli eftir 26 mínútur í sigrinum á ÍA um helgina. Guðjón hefur verið meira og minna frá síðan hann meiddist gegn FH þann 14. júní.

„Í byrjun brákuðust tvö bein á utanverðum ökklanum. Liðböndin þar á milli fóru í fokk. Þetta var eins nálægt því og hægt var að kubbast í sundur svo ég var heppinn líka," sagði Guðjón við Fótbolta.net í dag.

Fyrstu fréttir í júní sögðu að Guðjón yrði frá í 4-6 vikur og hann var mættur aftur á fulla ferð um miðjan júlí. Í þriðja leik eftir endurkomu, gegn Espanyol, meiddist hann hins vegar aftur.

Guðjón náði aftur að komast af stað fyrir leikinn gegn ÍA en í þeim leik tóku meiðslin sig upp á ný.

„Ég hélt að ég væri orðinn góður núna og náði loksins heilli æfingaviku. Síðan missti ég aðeins jafnvægið í leiknum og þetta er ekki nógu gott. Þetta er í ferli og læknirinn veit ekki nákvæma dagsetningu. Framhaldið gæti verið erfitt."

„Ég verð frá í að minnsta kosti 10 daga núna. Ég verð í meðhöndlun og vonandi fæ ég góðar fréttir fljótlega."


Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner