Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís: Ánægð með fyrri en gerði ekkert rosalega mikið í seinni
Icelandair
Sveindís í leiknum í dag.
Sveindís í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir hrellti bakvörð Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Hún átti frábæran leik, þó Ísland hafi tapað 2-0.

„Ég er ánægð með fyrri hálfleikinn en mér fannst ég ekki komast í takt við leikinn í seinni hálfleik. Ég gerði ekkert rosalega mikið í seinni hálfleik, en ég er frekar ánægð með fyrri hálfleikinn þrátt fyrir að við hefðum getað skorað nokkur mörk," sagði Sveindís í samtali við RÚV.

Hvað var hún ánægðust með í leik íslenska liðsins í dag? „Bara hvað við mættum hugrakkar í leikinn og vorum vel stemmdar. Við ætluðum að keyra á þær og vera góðar í vörninni."

„Við mættum þeim vel og mér fannst þetta vera 50/50 leikur í fyrri hálfleik. Þetta varð aðeins öðruvísi í seinni. Í heildina var þetta góður leikur hjá okkur."

Sveindís er bjartsýn á framtíðina. „Ég er bjartsýn á framtíðina. Þetta er góð blanda af yngri og reynslumeiri leikmönnum. Ég lít björtum augum á framtíðina; þetta er mjög gaman."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner