Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. janúar 2020 22:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ferdinand: 600 milljónum punda eytt en bestu leikmennirnir eru uppaldir
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand var sérfræðingur í setti hjá BT Sport í kvöld. Þessi fyrrum miðvörður Manchester United hefur talsverðar áhyggjur af stöðu mála hjá félaginu en United tapaði 0-2 gegn Burnley í kvöld.

„Ég elska þetta félag og vil að það geri vel. Síðan liðið sigraði PSG í fyrra hefur þetta verið mikil brekka. Það er ekki bara eitt vandamál. Það þarf að laga þetta allt og það þarf mann inn í félagið sem sér það sem þarf að gera," sagði Ferdinand.

„Skoðum aðeins þá leikmenn sem hafa komið inn. Voru þessir leikmenn einhvern tímann í alvörunni Manchester United leikmenn? Hver kaupir þessa leikmenn? Var að stjórinn sem vildi þá eða var það félagið?"

„600 milljónum punda hefur verið eytt í þennan hóp en bestu leikmennirnir á leiktíðinni hafa verið þeir sem eru uppaldir. Það segir sitt um innkaupin hjá félaginu. Það sýnir hversu illa þetta hefur verið gert."

„Horfið á Liverpool. Hjá því félagi eru bestu leikmennirnir sem passa í hugyndafræðina keyptir inn. Það er ekki horft til skamms tíma. Algjör andstæða þegar þetta er borið saman,"
sagði Ferdinand.
Athugasemdir
banner
banner
banner