Gregg Ryder þjálfari KR notaði brellu í leiknum gegn Fram um helgina sem sést hefur víða um Evrópu.
Í fyrri hálfleik, þegar Fram var með öll völd á leiknum og ekkert gekk upp hjá KR, þóttist markvörðurinn Guy Smit eiga við meiðsli að stríða.
Á meðan sett var upp leikrit þar sem sjúkraþjálfari liðsins þóttist vera að hlúa að hollenska markverðinum hlupu leikmenn að varamannabekknum þar sem Ryder fór yfir málin og stillti saman strengi.
Í fyrri hálfleik, þegar Fram var með öll völd á leiknum og ekkert gekk upp hjá KR, þóttist markvörðurinn Guy Smit eiga við meiðsli að stríða.
Á meðan sett var upp leikrit þar sem sjúkraþjálfari liðsins þóttist vera að hlúa að hollenska markverðinum hlupu leikmenn að varamannabekknum þar sem Ryder fór yfir málin og stillti saman strengi.
Lestu um leikinn: KR 0 - 1 Fram
Það má segja að hann hafi því tekið leikhlé eins og þekkist í körfubolta og handbolta.
Vallargestir áttuðu sig margir hverjir á því hvað væri í gangi og stuðningsmenn Fram bauluðu þegar KR-ingar hlupu til baka eftir að hafa hlustað á ræðu þjálfara síns og Smit hélt auðvitað leik áfram.
Meðal þjálfara sem hafa notað þessa brellu til að geta fundað með sínu liði er Eddie Howe, stjóri Newcastle. Gregg Ryder er einmitt frá Newcastle og er harður stuðningsmaður liðsins.
Ryder var spurður eftir leik hvort Smit hafi verið meiddur eða hvort þetta hafi verið taktískt leikhlé?
„Ég held að hann hafi verið að glíma við eitthvað og við vildum skoða það. Þetta passaði vel því við þurftum að tala við strákana," svaraði Ryder.
Þetta leikhlé hjálpaði KR ekki í að ná að jafna leikinn en Fram vann 1-0 sigur.
Athugasemdir