Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 20. apríl 2024 18:12
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Rúnar Kristins hafði betur gegn gömlu lærisveinunum - 18 ára með sigurmarkið
Freyr Sigurðsson fagnar sínu fyrsta marki í efstu deild
Freyr Sigurðsson fagnar sínu fyrsta marki í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að stýra liðinu gegn sínum gömlu félögum
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að stýra liðinu gegn sínum gömlu félögum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 0 - 1 Fram
0-1 Freyr Sigurðsson ('7 )
Lestu um leikinn

Fram vann annan leik sinn í Bestu deild karla á tímabilinu er liðið lagði KR að velli, 1-0, á AVIS-vellinum í Laugardalnum í kvöld. Rúnar Kristinsson var að mæta KR í fyrsta deildarleiknum síðan hann yfirgaf félagið eftir síðasta tímabil.

Hinn 18 ára gamli Hornfirðingur, Freyr Sigurðsson, var að byrja sinn fyrsta deildarleik með Fram og hélt hann upp á það með því að gera eina mark leiksins.

Það kom á 7. mínútu. Fred og Tiago spiluðu boltanum sín á milli áður en hann var færður út á Magnús Inga Þórðarson. Hann kom boltanum inn í teiginn og á Frey sem skoraði sitt fyrsta deildarmark.

Framarar voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum á meðan KR átti erfitt með að skapa hættu fyrir framan mark gestanna.

KR-ingar náðu að ógna aðeins meira í þeim síðari. Boltinn hafnaði í stöng eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar á 69. mínútu, en það var þó örlítið bras á liðinu varnarlega. Guy Smit kom sér í klandur stuttu áður er hann fékk gula spjaldið eftir að hann fleygði sér í tæklingu eftir að hafa misst boltann.

Heimamenn náðu ekki í jöfnunarmarkið sem þeir voru í leit að og lokatölur því 1-0 Fram í vil.

Fram og KR eru bæði með 6 stig eftir þrjár umferðir.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner