Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. maí 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„Full gróft að segja að PSG sé að eyðileggja íþróttina"
Gary Lineker
Gary Lineker
Mynd: Getty Images
Enski sparkspekingurinn, Gary Lineker, skilur ekki alveg þetta hatur í garð Paris Saint-Germain og það að félagið sé að eyðileggja fótboltann.

PSG gekk frá þriggja ára samningi við franska sóknarmanninn Kylian Mbappe í gær en hann er sagður fá 100 milljónir evra á ári í laun eftir skatt og 300 milljónir evra í bónus ofan á það.

Leikmaðurinn fær mikil völd innan félagsins í leiðinni og fær að vera með í að ákveða ráðningu á þjálfara, yfirmanni knattspyrnumála og kaupum á leikmönnum.

Ekki eru allir hrifnir af þessum tímamótasamningi og eru raddir sem telja PSG vera að eyðileggja fótboltann en Lineker skilur ekki alveg þá gagnrýni.

„Ég elska spænska boltann en þetta þvaður um það að Kylian Mbappe verði áfram hjá PSG og að það sé að eyðileggja íþróttina er aðeins of mikið af hinu góða. Stórliðin tvö á Spáni hafa alltaf laðað að og borgað risasummur fyrir stjörnur leiksins og ekkert annað lið hefur átt séns. Þetta getur ekki alltaf verið eins og þú vilt hafa það," sagði Lineker á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner