Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. september 2020 19:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Elín Metta jafnaði eftir langt innkast
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er búið að jafna gegn Svíþjóð í leik liðanna í undankeppni fyrir EM 2021. Leikið er á Laugardalsvelli og er um uppgjör toppliðanna í riðlinum að ræða. Leikurinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Staðan var 0-1 fyrir Svíþjóð í hálfleik en á 61. mínútu jafnaði Elín Metta Jensen metin eftir langt innkast frá Sveindísi Jane Jónsdóttur.

„JÁJÁJÁJÁ!!! VIÐ EIGUM ÞETTA SVO SKILIÐ.
Sveindís með enn eitt langt innkast og boltinn skoppar til Elínar sem skallar framhjá Musovic í markinu. Ivönu dómara tókst ekki að finna neitt þarna sem hún gat dæmt á.
Algjörlega frábært, höfum verið grimmar í seinni,"
skrifaði Helga Katrín Jónsdóttir í beinn textalýsingu frá Laugardalsvelli.

Staðan er 1-1 þegar leiknar hafa verið 71 mínútur af leiknum. Mark Elínar var hennar 16 landsliðsmark í 51 landsleik.



Twitter um markið:





Athugasemdir
banner
banner
banner