Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. september 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvíst hvort Þorvaldur verður áfram hjá Stjörnunni
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er öruggt með sæti sitt í Pepsi Max-deildinni þegar ein umferð er eftir af deildinni.

Þorvaldur Örlygsson tók við sem þjálfari þegar einni umferð af mótinu var lokið, þegar Rúnar Páll Sigmundsson hætti. Þorvaldur hafði áður verið í teymi með Rúnari Páli.

Svör Þorvalds varðandi sína framtíð hafa verið á þá leið að hann sé opinn fyrir því að vera áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili.

„Ég reikna alveg með því, já," sagði Þorvaldur aðspurður hvort hann ætli sér að vera þjálfari Stjörnunnar á næsta tímabili. Þetta sagði hann eftir leikinn gegn FH fyrir rúmri viku.

Fótbolti.net ræddi við Helga Hrannari Jónssyni í meistaraflokks ráði karla hjá Stjörnunni í dag og spurði út í þjálfaramálin.

„Við erum með þjálfara í starfi, það er staðan. Tímabilið er ekki búið, það var lagt upp með það að ræða þau mál eftir tímabilið," sagði Helgi.

Vill Þorvaldur vera áfram? „Það hefur verið mjög mikil ánægja í samstarfinu en það á bara eftir að koma í ljós. Staðan verður tekin eftir tímabilið," sagði Helgi.

Ýmsar sögur hafa heyrst varðandi þjálfaramálin hjá Stjörnunni. Þeir Arnar Grétarsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Sigurður Heiðar Höskuldsson, Ejub Purisevic og Jón Þór Hauksson verið nefndir í því samhengi.
Athugasemdir
banner
banner
banner