Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   fös 22. september 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Jackson er kominn með fjögur gul spjöld fyrir að kvarta
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Chelsea á erfiðan heimaleik gegn Aston Villa á sunnudaginn en Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri er bjartsýnn á framhaldið eftir erfiða byrjun á hans fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá félaginu.


Chelsea er með gríðarlega mikið af nýjum leikmönnum í hóp. Margir þeirra eru ungir og óreyndir og hafa ekki verið að spila eftir bestu gestu hingað til. Mikil meiðslavandræði spila einnig mikilvægan þátt í slæmri byrjun Chelsea þar sem vantaði til að mynda tólf leikmenn í síðasta leik liðsins.

„Liðið er að spila góðan fótbolta þrátt fyrir meiðslavandræðin en ég er vonsvikinn því við erum ekki að skora nógu mikið af mörkum. Það eru mörg lið með verri leikmenn sem eru að skora meira heldur en við, þess vegna líður okkur illa. Við verðum að skora meira," sagði Pochettino á fréttamannafundi í dag og var þá spurður út í fremsta sóknarmann liðsins, Nicolas Jackson.

„Nicolas Jackson á eftir að verða stórkostlegur leikmaður. Hann þarf meiri aðlögunartíma og það eru ákveðnir hlutir sem hann þarf að bæta. Hann hefur til dæmis fengið fjögur gul spjöld á tímabilinu fyrir að kvarta í dómurum... og hann er sóknarmaður! Hann þarf að vera rólegur og þá mun hann finna taktinn."

En er starf Pochettino ekki í hættu eftir svo slæma byrjun á nýju tímabili? Thomas Tuchel var rekinn í september í fyrra eftir slæma byrjun og Graham Potter ráðinn í staðinn, en Potter entist aðeins þar til í apríl.

„Við erum allir á sömu blaðsíðu þegar kemur að þessu verkefni. Þeir eru ekki óánægðir með þessa byrjun vegna þess að þeir sjá batamerki og deila sömu skoðunum og ég fyrir framtíð félagsins. Það sem skiptir mestu máli er að við vinnum öll saman og leggjum mikið á okkur til að koma okkur á sigurbraut. Við viljum öll vinna."

Pochettino er 51 árs gamall og var síðast þjálfari hjá PSG, en hann hefur áður stýrt Espanyol, Southampton og Tottenham.

Jackson er 22 ára og hefur skorað eitt mark í fyrstu fimm leikjunum með Chelsea.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 11 4 1 36 15 +21 37
2 Arsenal 15 11 3 1 33 14 +19 36
3 Aston Villa 15 10 2 3 34 20 +14 32
4 Man City 15 9 3 3 36 17 +19 30
5 Tottenham 15 8 3 4 29 22 +7 27
6 Man Utd 16 9 0 7 18 21 -3 27
7 Newcastle 15 8 2 5 32 17 +15 26
8 Brighton 16 7 5 4 33 28 +5 26
9 West Ham 15 7 3 5 26 25 +1 24
10 Chelsea 15 5 4 6 26 24 +2 19
11 Brentford 16 5 4 7 23 22 +1 19
12 Wolves 16 5 4 7 21 26 -5 19
13 Bournemouth 16 5 4 7 21 30 -9 19
14 Fulham 15 5 3 7 21 26 -5 18
15 Crystal Palace 16 4 4 8 15 23 -8 16
16 Nott. Forest 16 3 5 8 17 28 -11 14
17 Everton 15 6 2 7 18 20 -2 10
18 Luton 15 2 3 10 16 30 -14 9
19 Burnley 16 2 2 12 16 34 -18 8
20 Sheffield Utd 16 2 2 12 12 41 -29 8
Athugasemdir
banner
banner
banner