Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. nóvember 2019 14:01
Elvar Geir Magnússon
Draumadráttur fyrir Lagerback - Noregur gæti lent í riðli með Englandi
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs, er hæstánægður með umspilsdráttinn í morgun.

Noregur tekur á móti Serbum í undanúrslitum í sínu umspili og mun einnig fá heimaleik, gegn Skotum eða Ísrael, í úrslitum ef Serbar verða lagðir.

„Draumadráttur" segir fyrirsögn NRK en undir stjórn Lagerback hefur Noregur leikið fimmtán heimaleiki og aldrei tapað.

Ef Noregur kemst á EM mun liðið verða í riðli með Englandi en Lagerback stýrði Íslandi til sigurs gegn Englendingum á EM 2016, eins og frægt er.

„Þetta verður ekki auðvelt en nú vitum við að ef við komumst áfram eru verðlaunin leikur gegn Englandi á Wembley. Þetta er tækifæri sem við megum ekki missa af," segir Morten P., sérfræðingur hjá Dagbladet.

Sjálfur segir Lars Lagerback að drátturinn hafi verið mjög jákvæður.

„Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki ánægður. Ef við náum að vinna Serba þá er það alltaf ákveðið forskot að spila á heimavelli. Það er alveg hægt að segja að við höfum verið heppnir með dráttinn," segir Lagerback.


Athugasemdir
banner
banner