Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. nóvember 2020 16:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Ingibjörg í bikarúrslit eftir sigur gegn Fríðu
Ingibjörg
Ingibjörg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vålerenga 4 - 0 Avaldsnes

Vålerenga er komið í bikarúrslitaleikinn í Noregi eftir 4-0 sigur á Avaldsnes í undanúrslitum í dag.

Um Íslendingaslag var að ræða og byrjaði Ingibjörg Sigurðardóttir í liði Vålerenga á meðan Hólmfríður Magnúsdóttir byrjaði á bekknum hjá Avaldsnes. Ingibjörg lék allan leikinn.

Staðan var 3-0 í hálfleik og á 50, mínútu gerði Dejana Stefanovic út um leikinn með fjórða marki Vålerenga.

Vålerenga, sem er í toppsæti norsku deildarinnar, mætir LSK í bikarúrslitum eftir þrjár vikur.
Athugasemdir
banner
banner