Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. mars 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bojan leggur skóna á hilluna - Var alltaf líkt við Messi
Bojan Krkic var leikmaður Stoke um tíma.
Bojan Krkic var leikmaður Stoke um tíma.
Mynd: Getty Images
Bojan Krkic hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er aðeins 32 ára gamall.

Bojan kom upp úr akademíunni hjá Barcelona og þótti á sínum tíma gríðarlega efnilegur. Hann kom upp stuttu síðar en Lionel Messi og var honum óspart líkt við hann.

Bojan lék með Barcelona til 2011 en svo lék hann með Roma, AC Milan, Ajax, Stoke, Mainz, Alaves, Montreal Impact og Vissel Kobe í Japan á sínum ferli. Hann endaði ferilinn í Japan þar sem hann spilaði með snillingnum Andres Iniesta.

Hann náði ekki þeim hæðum sem var búist við í upphafi ferilsins en árið 2018 opnaði Bojan sig um kvíðaröskun sína. „Ég fór ekki á EM 2008 með Spáni vegna kvíðavandamála. Þegar ég átti að spila fyrsta landsleikinn fyrir Spán var sagt að ég gæti ekki spilað vegna þess að ég væri með maga- og þarmabólgu, þegar ég var í rauninni í kvíðakasti. En enginn vill tala um það. Fótboltaheimurinn hefur ekki áhuga," sagði Bojan við Guardian.

„Kvíði hefur mismunandi áhrif á fólk. Ég hef talað við mann sem sagði við mig að það væri eins og hjartað hans væri að taka þúsund slög á mínútu. Hjá mér hefur það verið þannig að ég finn fyrir svima og veikindum, stanslaust, allan daginn."

Bojan segir að það hafi verið mikil pressa að hlusta stanslaust á samanburð við Messi í upphafi ferilsins. Núna eru skórnir komnir upp á hillu hjá þessum hæfileikaríka fótboltamanni.


Athugasemdir
banner
banner
banner