Sædís Rún Heiðarsdóttir átti stórleik með Vålerenga í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Ólafsvíkingurinn skoraði fyrsta mark tímabilsins hjá Vålerenga á 14. mínútu.
Liðið hamraði járnið meðan það var heitt og fór inn í hálfleik með fimm marka forystu.
Sædís lagði síðan upp sjötta og síðasta mark Vålerenga tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok og þar við sat.
Geggjuð byrjun hjá Vålerenga sem ætlar sér að verja titilinn í ár.
Í B-deildinni skoraði Skagfirðingurinn Marie Jóhannsdóttir eitt mark í 3-1 sigri Molde á Arna-Björnar. Ágætis dagur hjá Íslendingunum í Noregi.
En perfekt seriestart! pic.twitter.com/Wa0HImRMaw
— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) March 23, 2025
Athugasemdir