Daníel Finns Matthíasson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Stjörnuna en fyrri samningur hefði runnið út eftir tímabilið 2025.
Hann er nú samningsbundinn út tímabilið 2026.
Daníel er skapandi miðjumaður sem kom frá Leikni fyrir tímabilið 2022. Hann á að baki 30 leiki í Bestu deildinni með Stjörnunni og hefur í þeim skorað eitt mark.
Hann er nú samningsbundinn út tímabilið 2026.
Daníel er skapandi miðjumaður sem kom frá Leikni fyrir tímabilið 2022. Hann á að baki 30 leiki í Bestu deildinni með Stjörnunni og hefur í þeim skorað eitt mark.
Hann er fæddur árið 2000 og lék á sínum tíma einn leik með U21 landsliðinu.
Úr tilkynningunni
Við erum virkilega ánægð með að Danni hafi framlengt samningi sínum við félagið og hlökkum til að sjá meira af honum í Stjörnutreyjunni núna í sumar!
„Ég er mjög ánægður með að hafa framlengt við Stjörnuna. Þetta er félag sem mér þykir vænt um og mér líður virkilega vel hér. Ég er þakklátur fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið og hlakka mikið til að taka næstu skref með liðinu. Það eru spennandi tímar framundan og ég er staðráðinn í að leggja mitt af mörkum,“ segir Danni um framlenginguna.
Athugasemdir