Fjórir ungir og efnilegir leikmenn skrifuðu undir sinn fyrsta samning við Vestra um páskana.
Um er að ræða þá Marínó Steinar Hagbarðsson, Emil Leó Jónþórsson, Albert Inga Jóhannsson og Óskar Ingimar Ómarsson.
Marinó Albert og Emil eru fæddir árið 2009 en Óskar er fæddur árið 2008.
Þeir stigu allir sín fyrstu skref með meistaraflokki í vetur. Albert og Óskar komu við sögu í tveimur leikjum í Lengjubikarnum og Marinó og Emil í einum.
Athugasemdir