Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 23. maí 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Schmeichel og Vardy þökkuðu Moss fyrir að hætta
Mynd: Getty Images

Jonathan Moss er einn af þremur úrvalsdeildardómurum sem eru hættir störfum eftir tímabilið.


Hann dæmdi 4-1 sigur Leicester gegn Southampton í lokaumferðinni um helgina og fékk kveðjugjöf frá Kasper Schmeichel og Jamie Vardy, leikmönnum Leicester.

Það fylgir dómarastarfinu að vera umdeildur og átti það einnig við um Moss, sem hefur bæði sent Schmeichel og Vardy snemma í sturtu með rautt spjald á ferlinum.

Þeir endurlaunuðu honum greiðann með kveðjugjöfinni þar sem þeir afhentu honum merkta Leicester treyju.

Í stað þess að þakka Moss fyrir vel unnin störf ákváðu þeir að þakka honum fyrir að leggja flautuna á hilluna. „Takk fyrir að hætta störfum," stendur aftan á treyjunni

Schmeichel er augljóslega að grínast en svipurinn á Vardy segir sína sögu.


Athugasemdir
banner
banner