Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 23. júlí 2022 13:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Manchester City hafnaði tilboði frá Southampton
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur hafnað 16 milljón punda tilboði Southampton í enska framherjann Liam Delap.

Delap er 19 ára gamall en hann hefur leikið 6 leiki fyrir aðalliði City og skorað eitt mark.

Fabrizio Romano greinir frá því á Twitter að Delap sé efstur á óskalista Southampton sem er í leit af framherja eftir að Armando Broja yfirgaf félagið en hann var á láni á síðustu leiktíð frá Chelsea.

Che Adams og Adam Armstrong eru einu framherjar liðsins, liðið hafnaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner