Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 23. ágúst 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harpa spáir í leikina í 14. umferð - Tveimur leikjum frestað
Harpa Þorsteinsdóttir.
Harpa Þorsteinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrír leikir á dagskrá í Bestu deild kvenna í vikunni; tveir í dag og einn á morgun. Við fengum markadrottninguna Hörpu Þorsteinsdóttur til að skoða þessa leiki og spá í spilin fyrir þá.

Þór/KA 1 - 3 Þróttur R. (18:00 í kvöld)
Þróttur vinnur sannfærandi 3-1 sigur fyrir norðan. Þróttarar hafa verið að spila vel, stöðugleiki í liðinu á meðan norðankonur hafa verið í smá brasi.

Stjarnan 4 - 1 Afturelding (19:15 í kvöld)
Stjörnukonur halda áfram að spila sambabolta og það verður erfitt fyrir lið Aftureldingar að koma í Garðabæ. Það verður barátta framan af en Stjarnan vinnur 4-1.

Keflavík 0 - 1 Selfoss (18:00 á morgun)
Þetta verður jafn leikur en Selfoss mun vera með sigurmark á dramatískum lokamínútum.

Leikirnir sem Valur og Breiðablik áttu að spila í þessari umferð voru báðir færðir til 9. september vegna þáttöku þeirra í Meistaradeildinni. Leikirnir fara núna fram 9. september næstkomandi. Þessi lið mætast í bikarúrslitum næstkomandi laugardag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner