Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. september 2022 21:04
Brynjar Ingi Erluson
England og San Marínó einu þjóðirnar sem hafa ekki skorað úr opnu spili
Gareth Southgate þarf að finna lausn á vandamálum enska landsliðsins fyrir HM í Katar
Gareth Southgate þarf að finna lausn á vandamálum enska landsliðsins fyrir HM í Katar
Mynd: EPA
Enska karlalandsliðið féll niður í B-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld eftir að hafa tapað fyrir Ítalíu, 1-0, á San Síró-leikvanginum í Mílanó, en liðið hefur ekki skorað úr opnu spili í keppninni þegar einn leikur er eftir.

Það hefur lítið gengið hjá enska landsliðinu síðan liðið tapaði fyrir Ítölum í úrslitaleik Evrópumótsins á síðasta ári.

Liðið hefur tapað þremur af fimm leikjum sínum í Þjóðadeildinni og aðeins skorað eitt mark.

Það mark skoraði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli við Þýskaland en sjö klukkustundir eru síðan liðið skoraði úr opnu spili.

Aðeins tveimur þjóðum hefur mistekist að skora úr opnu spili í Þjóðadeildinni; England og San Marínó. Ekkert sérstakur hópur sem enska landsliðið er í þar en San Marínó hefur ekki enn tekist að skora í Þjóðadeildinni í ár.

England komst í undanúrslit HM árið 2018 og svo úrslitaleik EM, en það er alveg ljóst að Gareth Southgate, þjálfari liðsins, þarf að finna lausn á þessu vandamáli sem allra fyrst ef ekki á illa að fara á HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner