Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 23. október 2021 15:20
Aksentije Milisic
Sjáðu mörkin: Chelsea valtaði yfir Norwich
Chelsea mætti botnliði Norwich í dag og er skemmst frá því að segja að liðið gjörsamlega valtaði yfir lánlausa leikmenn Norwich.

Leiknum lauk með 7-0 sigri þeirra bláklæddu þar sem Mason Mount gerði þrennu. Reece James, Ben Chilwell og Callum Hudson-Odi skoruðu allir og þá var eitt markanna sjálfsmark.

Tim Krul varði vítaspyrnu frá Mount en var kominn með báðir fæturnar af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnunna. Mount steig aftur á punktinn og tókst að skora þó að Krul hafi verið í boltanum.

Mörkin úr þessari martröð hjá Norwich má sjá hér fyrir neðan en Kanarífuglarnir léku 10 gegn 11 leikmönnum Chelsea í um hálftíma eða svo.


Athugasemdir
banner