Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. nóvember 2020 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Hilmar Freyr aftur í Leikni F. (Staðfest) - Tveir lykilmenn framlengja
Hilmar Freyr er mættur aftur í Leikni F.
Hilmar Freyr er mættur aftur í Leikni F.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Freyr Bjartþórsson er genginn í raðir Leiknis F. frá Fram en hann gerir tveggja ára samning við félagið. Þá skrifuðu þeir Almar Daði Jónsson og Björgvin Stefán Pétursson undir nýja samninga.

Leiknismenn féllu niður í 2. deildina eftir skrautlegt tímabil sem einkenndist af kórónaveirunni. Tímabilið var flautað af þegar tveir leikir voru eftir og sátu Leiknismenn og Magni eftir með sárt ennið á meðan Þróttarar héldu sér uppi á markatölu.

Það er þó hugur fyrir austan en Leiknir ætlar beint aftur upp en Hilmar Freyr Bjartþórsson er mættur aftur til félagsins frá Fram og gerir tveggja ára samning.

Hilmar er uppalinn í Leikni F. en hefur spilað síðustu tvö tímabil með Frömurum. Hann hefur spilað 157 leiki fyrir Leiknismenn frá árinu 2006.

Almar, sem er 27 ára gamall, gerir eins árs samning. en hann á 193 leiki í deild- og bikar með Leikni og hefur hann skorað 46 mörk í þeim leikjum.

Björgvin Stefán er 28 ára gamall og á 166 leiki og 26 mörk fyrir félagið. Hann hefur leikið allan sinn feril þar fyrir utan tvö tímabil með ÍR-ingum. Björgvin gerði einnig eins árs samning.
Athugasemdir
banner