Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. janúar 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Reine-Adelaide á leið til Sevilla
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Jeff Reine-Adelaide er á leið til spænska félagsins Sevilla frá Lyon.

Reine-Adelaide, sem er 25 ára gamall, fór ungur að árum til Arsenal á Englandi og spilaði þar átta bikarleiki, en náði aldrei að festa sig í sessi og yfirgaf félagið árið 2018.

Hann hefur verið á mála hjá Lyon í Frakklandi síðustu þrjú ár en gengið í gegnum erfið meiðsli og því spilað minna en hann vildi.

Á þessu tímabili hefur hann að mestu haldist meiðslafrír en ekki verið í stóru hlutverki.

Lyon hefur samþykkt að lána hann til spænska félagsins Sevilla út þessa leiktíð og á félagið möguleika á að kaupa hann fyrir 12 milljónir evra í sumar.

Sevilla hefur gengið brösuglega á tímabilinu. Liðið er í 15. sæti með 18 stig eftir fyrstu átján leikina.
Athugasemdir
banner
banner