Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 24. janúar 2025 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
PSG og Real Madrid blanda sér í baráttuna um Jhon Duran
Mynd: EPA
Jhon Duran, framherji Aston Villa, er gríðarlega eftirsóttur en West Ham hefur reynt að næla í hann án árangurs.

Thee Telegraph greindi frá því í dag að Al-Nassr hafi áhuga á honum og er meðvitað um að Aston Villa vilji fá um 80 milljónir punda fyrir hann.

Franski miðillinn Foot Mercato greinir nú frá því að Real Madrid hafi einnig áhuga á honum ásamt PSG.

Duran er 21 árs gamall kólumbískur framherji. Hann hefur verið í skugganum á Ollie Watkins og heefur ekki fengið marga sénsa í byrjunarliðinu en hann hefur komið við sögu í 19 leikjum í úrvalsdeildinni, oftast sem varamaður, á þessari leiktíð og skorað sjö mörk.

Hann gekk til liðs við Villa frá Chicago Fire fyrir tveimur árum og hefur leikið 77 leiki og skorað 20 mörk.
Athugasemdir
banner