Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fös 24. janúar 2025 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Von á risatilboði í Jhon Duran
Al-Nassr í Sádi-Arabíu er að undirbúa tilboð í Jhon Duran, sóknarmann Aston Villa.

Þetta herma heimildir The Telegraph en Al-Nassr er meðvitað um að Duran muni kosta í kringum 80 milljónir punda.

Al-Nassr horfir á Duran sem fullkominn kost í sóknarlínu sem inniheldur nú þegar Cristiano Ronaldo og Sadio Mane.

Duran hefur skorað sjö mörk í 19 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hann er að berjast við Ollie Watkins um sæti í liðinu hjá Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner