Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 24. febrúar 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Spilar með Man Utd eftir að hafa verið rekinn frá Man City
Hinn sautján ára Shola Shoretire lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Manchester United um liðna helgi. Þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í boltanum var hann hinsvegar í herbúðum Manchester City.

Daily Mail fjallar um það að City hafi látið Shoretire fara eftir að félagið komst að því að hann hafði æft með Barcelona á meðan fjölskylda hans var þar í fríi.

Starfsmenn City ákváðu að láta Shoretire fara úr akademíu sinni í kjölfarið.

Shoretire fæddist í Newcastle og spilaði sinn fyrsta leik gegn sínu fyrsta félagi.

Manchester City fékk hann til sín mjög ungan að árum, hann flutti til Manchester og fór í akademíu félagsins.

Eftir að hann var rekinn frá City þá fékk United hann til sín og hann hefur verið hjá Rauðu djöflunum í sjö ár. Hann varð sautján ára gamall í upphafi þessa mánaðar og gerði þá atvinnumannasamning við United.


Athugasemdir