Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. febrúar 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Spilar með Man Utd eftir að hafa verið rekinn frá Man City
Shola Shoretire.
Shola Shoretire.
Mynd: Getty Images
Hinn sautján ára Shola Shoretire lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Manchester United um liðna helgi. Þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í boltanum var hann hinsvegar í herbúðum Manchester City.

Daily Mail fjallar um það að City hafi látið Shoretire fara eftir að félagið komst að því að hann hafði æft með Barcelona á meðan fjölskylda hans var þar í fríi.

Starfsmenn City ákváðu að láta Shoretire fara úr akademíu sinni í kjölfarið.

Shoretire fæddist í Newcastle og spilaði sinn fyrsta leik gegn sínu fyrsta félagi.

Manchester City fékk hann til sín mjög ungan að árum, hann flutti til Manchester og fór í akademíu félagsins.

Eftir að hann var rekinn frá City þá fékk United hann til sín og hann hefur verið hjá Rauðu djöflunum í sjö ár. Hann varð sautján ára gamall í upphafi þessa mánaðar og gerði þá atvinnumannasamning við United.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner