Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 24. febrúar 2021 12:10
Elvar Geir Magnússon
Vestri fær fyrrum leikmann Celtic (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Vestri í Lengjudeildinni hefur samið við sóknarmiðjumanninn Kundai Benyu.

Kundai, sem er 23 ára gamall, spilaði síðast hjá Wealdstone á Englandi, en hann er uppalinn hjá Ipswich, þar sem hann var 2011-2017.

Þaðan hélt leiðin til Celtic í Skotlandi þar sem hann spilaði meðal annars leik í skosku úrvalsdeildinni undir stjórn Brendan Rodgers árið 2017.

Árið 2019 spilaði Kundai tíu leiki í sænsku úrvalsdeildinni með Helsingborg.

„Til gamans má geta að Kundai hefur spilað fyrir Helsingborg, þar sem hann hitti fyrir okkar mann, Andra Rúna, en Andri ber honum vel söguna og segir að hann muni koma til með að styrkja liðið mikið. Kundai er lýst sem teknískum, snöggum leikmanni," segir á vef Vestra.

„Við hlökkum til að sjá þennan öfluga miðjumann á vellinum og bjóðum hann innilega velkominn til Vestra!"
Athugasemdir
banner
banner
banner