De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mán 24. febrúar 2025 16:29
Elvar Geir Magnússon
Versnað eftir þjálfaraskipti AC Milan
Conceicao hefur ekki bætt gengi Milan.
Conceicao hefur ekki bætt gengi Milan.
Mynd: EPA
Corriere dello Sport fjallar um að gengi AC Milan í fyrstu 15 leikjunum undir stjórn Sergio Conceicao hafi verið verra en það var í síðustu 15 leikjunum undir Paulo Fonseca.

Milan tapaði 2-1 gegn Torino á laugardag og er nú átta stigum frá toppnum.

Conceicao var ráðinn í lok desember í stað Fonseca. Í heildina hefur hann náð í átta sigra, þrjú jafntefli og fjórir leikir hafa tapast í öllum keppnum. Það eru 1,8 stig að meðaltali í leik.

Í síðustu 15 leikjunum undir Fonseca var Milan með 2,06 stig að meðaltali.

AC Milan mætir næst Bologna á fimmtudag en það er innbyrðis leikur um Evrópusæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 35 16 14 5 53 38 +15 62
8 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
9 Milan 35 16 9 10 55 39 +16 57
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner