Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. mars 2020 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þorgrímur sneri Ejub niður í æfingaferð og hætti
Jón Þorgrímur varð tvisvar Íslandsmeistari með FH. Hér hampar hann bikarnum 2005.
Jón Þorgrímur varð tvisvar Íslandsmeistari með FH. Hér hampar hann bikarnum 2005.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Ejub Puricevic.
Ejub Puricevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þorgrímur Stefánsson er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjuni hér á Fótbolta.net. Í þættinum segir hann sögu af því hvernig hann hætti hjá Val árið 2000 eftir að hafa lent upp á kant við Ejub Puricevic þjálfara liðsins.

„Við vorum í æfingaferð á Spáni og það er alltaf eitt frjálst kvöld þar sem leikmenn fá að sletta úr klaufunum. Þegar þetta frjálsa kvöld kemur segir Ejub 'mér er alveg sama hvað þið gerið í kvöld. Það er frjálst kvöld á alla nema Jónsa'," segir Jón Þorgrímur í Miðjunni.

„Ég segi 'hvað er þetta?' og Ejub svarar: 'Þú átt bara að vera heima og slappa af'. Í æfingaleik áður höfðu verið stimpingar milli mín og mótherja eins og gengur og gerist, það verður að leyfa mönnum að blása. Hann var mjög ósáttur við það og þetta var form af refsingu sem ég að sjálfsögðu hlustaði ekki á og fór á djammið með félögunum." hélt hann áfram.

Valur hafði fallið niður í 1. deild árið áður og Ejub tekið við liðinu af Inga Birni Albertssyni.

„Morguninn eftir kemur Ejub, hann er mjög skapstór líka og in your face týpa. Hann rífur í mig þegar við erum að koma upp á hótelið og ég segi honum að sleppa mér. Hann tekur þá fastar í hálsmálið á mér og ég segi: 'Gaur, slepptu mér!' Hann sleppti ekki svo ég endaði á að snúa hann niður og segja honum að hann hefði betur sleppt mér."

Í kjölfarið hætti Jón Þorgrímur hjá Val þrátt fyrir að Ejub vildi halda honum og gekk í raðir FH þar sem hann var næstu árin.

„Ég og Ejub eigum ekki skap saman, og ekki fótboltalega sýn heldur. Liðin hans spila leiðinlegasta fótbolta sem til er og það hentar mér engan veginn. Þetta var leiðinlegasta undirbúningstímbil allra tíma."

Í spilaranum að neðan má heyra allan þáttinn í heild sinni.
Miðjan - Jónsi var frábær í fótbolta en ástríðan í viðskiptum
Athugasemdir
banner
banner
banner