mið 24. maí 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fannst ekki viðeigandi að halda uppskeruhátíð eftir hörmulegt tímabil
Karlalið Chelsea hefur átt hörmulegt tímabil.
Karlalið Chelsea hefur átt hörmulegt tímabil.
Mynd: Getty Images
Það verður engin uppskeruhátíð haldin hjá karlaliði Chelsea eftir þetta tímabil.

Þetta kemur fram á Evening Standard.

Ástæðan er sú að tímabilið hefur verið hreint út sagt hörmulegt hjá liðinu. Félaginu fannst óviðeigandi að halda uppskeruhátið og fagna afrekum tímabilsins þar sem liðið er í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og félagið hefur aldrei fengið færri stig.

Þetta er fjórða árið í röð þar sem uppskeruhátíð karlaliðs Chelsea er ekki haldin hátíðleg. Í fyrra var hún ekki haldin eftir að Roman Abramovich, þáverandi eigandi félagsins, var beittur refsiaðgerðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þar áður var hún ekki haldin út af Kórónuveirufaraldrinum.

Kvennaliðið ætti þó að fá góða veislu þar sem líklegt er að þær verði enskir meistarar fjórða tímabilið í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner