Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   mið 24. júní 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Lehmann vill taka við Dundee
Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal, hefur lýst yfir áhuga á að taka við sem stjóri Dundee United í Skotlandi.

Dundee er í leit að stjóra eftir að Robbie Neilson hætti til að taka við Hearts.

Hinn fimmtugi Lehmann var ráðinn í þjálfarateymi Augsburg í Þýskalandi í janúar 2019 en var einungis þrjá mánuði í starfi þar.

Undanfarið hefur hann starfað sem ráðgjafi hjá Hertha Berlin en á árum áður var hann einnig í þjálfarateymi Arsenal.

Lehmann vill hins vegar spreyta sig sem knattspyrnustjóri og hann hefur lýst yfir áhuga á starfinu hjá Dundee.
Athugasemdir
banner