Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 24. október 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Suarez keypti þúsund hamborgara á McDonald's
Luis Suarez keypti fullt af hamborgurum en spurningin er hins vegar hver borðaði þá?
Luis Suarez keypti fullt af hamborgurum en spurningin er hins vegar hver borðaði þá?
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez ákvað að styrkja góðgerðarsamtök í gær en hann keypti sér 1000 Big Mac-hamborgara frá McDonald's og rennur ágóðinn í góðgerðarstarfsemi á vegum fyrirtækisins.

Suarez er 33 ára gamall og hefur átt öflugan feril en hann gekk í raðir Atlético Madríd á dögunum frá Barcelona.

Bandaríska hamborgarakeðjan McDonald's er víða um allan heim en í Úrúgvæ er góðgerðarstöfnun í gangi. Þar kemur fram að ef keyptur er Big Mac-hamborgari þá mun ágóðinn renna í góðgerðamál.

Suarez var fljótur að hugsa og fór í símann sinn og pantaði 1000 hamborgara í appinu en það jafngildir um 780 þúsund krónum.

McDonald's þakkaði Suarez kærlega fyrir stuðninginn á Twitter en færsluna má sjá hér fyrir neðan. Það vekur þó athygli að Suarez er á Spáni og því væri fróðlegt að vita hver borðaði alla þessa hamborgara.


Athugasemdir
banner
banner