Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   mán 25. janúar 2021 11:12
Elvar Geir Magnússon
Örfáir fengu aðgang að fréttamannafundi Bruce
Íþróttafréttamenn enskra dagblaða fengu ekki aðgang að fréttamannafundi Steve Bruce, stjóra Newcastle, í morgun.

Newcastle hefur ekki unnið í tíu síðustu leikjum og hefur aðeins skorað eitt mark í átta leikjum.

Það er mikil pressa á Bruce og margir stuðningsmenn Newcastle hafa kallað eftir því að hann verði rekinn eftir 2-0 tap gegn Aston Villa síðasta laugardag.

Fjórir fulltrúar sjónvarpsrétthafa fengu aðgang að fréttamannafundinum, sem fram fór í gegnum Zoom, en engir aðrir.

Þetta er í fyrsta sinn í meira en tvo áratugi sem fulltrúar enskra blaða fá ekki aðgang að fréttamannafundi Newcastle.

Bruce vill greinilega forðast erfiðar spurningar en á fundinum sagðist hann vera rétti maðurinn til að snúa genginu í rétta átt. Newcastle á leik gegn Leeds annað kvöld.

Forráðamenn Newcastle eru í viðræðum um að fá Graeme Jones til aðstoða Bruce en Jones, sem er fyrrum stjóri Luton, er í þjálfarateymi Bournemouth.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner