Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neymar mun eignast hlut í Santos
Mynd: Getty Images
Það stefnir allt í að Neymar sé á leið til Santos í Brasilíu þar sem hann hóf ferilinn.

Franski miðillinn L'Equipe greinir frá því að viðræðurnar séu á lokastigi milli Santos og Al-Hilal en það er í samningnum að Neymar og faðir hans Neymar eldri, munu eignast hlut í brasilíska félaginu.

Neymar gekk til liðs við Al-Hilal árið 2023 frá PSG en dvölin í Sádí-Arabíu hefur ekki farið eins og hann bjóst við.

Hann meiddist illa fljótlega við komuna og svo kom bakslag þegar hann var að koma til baka. Hann lék aðeins sjö leiki fyrir liðið.
Athugasemdir
banner