Heimild: mbl.is
KR mun leika fyrsti tvo heimaleiki sína í Bestu deildinni á AVIS-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal. Verið er að vinna að því að leggja gervigras á heimavöll KR í Frostaskjóli og framkvæmdum verður ekki lokið fyrir mót.
Magnús Orri Schram, formaður fótboltadeildar KR, segir í samtali við mbl.is að miðað sé við að spila fyrsta heimaleikinn í Vesturbænum gegn ÍBV þann 10. maí. Hann segir að framkvæmdir séu á fullu skriði og tíðin góð.
KR-ingar þekkja heimavöll Þróttar vel en þeir léku þar tvo heimaleiki í fyrra; gegn Fram og HK.
Magnús Orri Schram, formaður fótboltadeildar KR, segir í samtali við mbl.is að miðað sé við að spila fyrsta heimaleikinn í Vesturbænum gegn ÍBV þann 10. maí. Hann segir að framkvæmdir séu á fullu skriði og tíðin góð.
KR-ingar þekkja heimavöll Þróttar vel en þeir léku þar tvo heimaleiki í fyrra; gegn Fram og HK.
Fyrstu leikir KR:
6. apríl: KA - KR á Akureyri
14. apríl: KR - Valur í Laugardal
23. apríl: FH - KR í Krikanum
27. apríl: KR - ÍA í Laugardal
5. maí: Breiðablik - KR í Kópavogi
10. maí: KR - ÍBV á nýlögðu gervigrasi KR
Athugasemdir