Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 25. apríl 2021 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismót kvenna: Stólarnir þurfa að vinna Þór/KA með þremur
Tindastóll skoraði sex í gær.
Tindastóll skoraði sex í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru fram leikir í Kjarnafæðismóti kvenna um helgina og er það ljóst eftir helgina að Þór/KA og Tindastóll munu mætast í úrslitaleik um sigur í mótinu.

Tindastóll vann 6-1 sigur á Fjarðbyggð/Hetti/Leikni í gær. Murielle Tiernan gerði fernu fyrir Tindastól og voru Dominique Bond-Flasza og Laufey Harpa Halldórsdóttir einnig á skotskónum fyrir Stólana.

Þá vann Þór/KA 4-0 sigur á Hömrunum í dag og gerði Ísföld Marý Sigtryggsdóttir, fædd 2004, tvennu fyrir Þór/KA.

Þór/KA er á toppnum með níu stig og Tindastóll með sex stig í öðru sæti. Tindastóll þarf að vinna Þór/KA með þremur mörkum að minnsta kosti í lokaleiknum á föstudag til að vinna mótið. Annars vinnur Þór/KA það.

Hamrarnir 0 - 4 Þór/KA
0-1 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
0-2 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
0-3 Karen María Sigurgeirsdóttir
0-4 Sandra Nabweteme

Tindastóll 6 - 1 Fjarðab/Höttur/Leiknir
Mörk Tindastóls: Murielle Tiernan 4, Dominique Bond-Flasza og Laufey Harpa Halldórsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner