Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 25. apríl 2023 11:00
Fótbolti.net
Sterkastur í 3. umferð - Fáir hefðu getað stoppað hann
Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Ísak var óstöðvandi í gær.
Ísak var óstöðvandi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ísak komst í sína uppáhalds stöðu trekk í trekk. Hann fékk að springa út og ég held að þetta séu ekki góð tíðindi fyrir andstæðinga Stjörnunnar í komandi leikjum. Fáir varnarmenn hefðu stoppað hann í þessum gír," segir Óskar Smári Haraldsson fótboltaþjálfari í Innkastinu þar sem 3. umferð Bestu deildarinnar var gerð upp.

Ísak Andri Sigurgeirsson, 19 ára sóknarleikmaður Stjörnunnar, er leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar en hann skoraði eitt mark og lagði upp þrjú í ótrúlegum 5-4 sigri gegn HK.

„Þegar ég var að þjálfa í Stjörnunni man ég eftir að hafa horft á þennan strák á æfingum og í leikjum með 2. flokki. Þú sérð ekkert svona á Íslandi í dag, hæfileikarnir eru það miklir," segir Óskar.

Í þættinum er rætt um að það sé þó svo sannarlega svigrúm til bætinga hjá Ísak þegar kemur að varnarleik.

„Maður getur ekki beðið um mikið meira þannig að ég fer sáttur á koddann í kvöld," sagði Ísak sjálfur í viðtali eftir leikinn í gær. Stjarnan hafði ekki skorað mark í fyrstu tveimur umferðunum.

„Það er búið að vera ströggl að skora en núna er brostin stíflan og við settum fimm á þá og það er bara geggjað."

Sterkustu leikmenn:
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Innkastið - Víkingur bauð KR upp á raunveruleikatékk
Athugasemdir
banner
banner
banner