Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 25. júní 2021 13:46
Elvar Geir Magnússon
Morata hefur fengið viðbjóðslegar hótanir
Alvaro Morata.
Alvaro Morata.
Mynd: EPA
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata hefur sagt spænskri útvarpsstöð frá því að hann og hans fjölskylda hafi orðið fyrir ofsóknum á meðan EM alls staðar hefur staðið yfir.

Þessi 28 ára leikmaður Juventus (á láni frá Atletico Madrid) segist hafa fengið ljót skilaboð á samfélagsmiðlum og þá hafi verið öskrað á eiginkonu hans og barn í spænsku borginni Sevilla.

„Fólk hefur sagt við mig 'Ég vona að barnið þitt deyi' - Ég vil að fólk setji sig í mín spor og hugsi út í það hvernig er að fá hótanir í garð fjölskyldunnar. Konan mín og barn komu á völlinn í Sevilla með Morata aftan á treyjunum og fólk öskraði á þau," segir Morata.

„Ég skil að fólk bauli á mig þegar ég klúðra færum en það eru takmörk."

Morata hefur farið illa með góð færi á mótinu og það var baulað á hann af spænskum stuðnngsmönnum í vináttulandsleik gegn Portúgal fyrir mótið. Morata segist hafa gengið illa með svefn eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í sigrinum gegn Slóvakíu .

Morata segist einnig hafa fengið stuðning, meðal annars frá liðsfélögum sínum. Þá hringdi Iker Casillas, fyrrum landsliðsmarkvörður Spánar, í hann til að hughreista hann.

„Ég er stoltur af því að ég tók upp boltann til að taka vítið eftir að áhorfendur bauluðu á mig í upphituninni. Fyrir nokkrum árum hefði ég verið eyðilagður," segir Morata.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner