Keflavík tekur á móti Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla klukkan 19:15 á HS Orku vellinum í Keflavík en leikurinn er liður í 14. umferð Pepsi Max-deildar karla. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu
Keflavík tapaði 1 - 2 heima gegn Víkingi í síðustu umferð. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson, þjálfarar liðsins, gera eina breytingu frá þeim leik. Davíð Snær Jóhannsson snýr aftur í stað Adams Árna Róbertssonar.
Síðasti leikur Breiðabliks var 1 -1 jafntefli gegn Austria Vín frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, gerir þrjár breytingar á sínu liði. Thomas Mikkelsen er mættur aftur í liðið og ásamt honum koma Jason Daði Svanþórsson og Davíð Örn Atlason inn fyrir Alexander Helga, Kristin Steindórs og Davíð Ingvars.
Byrjunarlið Keflavíkur:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Kian Williams
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
28. Ingimundur Aron Guðnason
30. Marley Blair
Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
24. Davíð Örn Atlason
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir