Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   sun 25. júlí 2021 06:00
Victor Pálsson
Roberto: Memphis er stórkostlegur
Memphis Depay er 'stórkostlegur leikmaður' að sögn Sergi Roberto sem spilar með honum í Barcelona.

Memphis eins og hann vill láta kalla sig gekk í raðir Barcelona í sumar en hann hafði leikið með Lyon í Frakklandi við góðan orðstír.

Roberto er mjög spenntur fyrir hollenska landsliðsmanninum sem var kynntur fyrir stuðningsmönnum á Nou Camp í gær.

„Allir þekkja Depay. Hann er með ótrúleg gæði og hefur sannað það með bæði Lyon og hollenska landsliðinu," sagði Roberto.

„Hann er stórkostlegur leikmaður og það er hægt að sjá gæðin strax eftir fyrstu æfingarnar."

„Ég er viss um að hann muni hjálpa okkur mikið á tímabilinu. Ég er einnig viss um að hann geti ekki beðið eftir því að byrja."
Athugasemdir
banner